#23 Silja Elsabet Brynjarsdóttir - Pysjurnar

Vestmannaeyjar - mannlíf og saga - A podcast by Vestmannaeyjar - mannlíf og saga

Categorie:

Í tuttugasta og þriðja þætti er rætt við Silju Elsubetu Brynjarsdóttur um líf hennar og störf. Silja Elsabet ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, söngnámið og margt fleira. Einnig munum við fá að heyra Silju Elsubetu flytja lagið Ágústnótt af nýja disknum sem hún var að gefa út ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Diskurinn ber nafnið Heima og inniheldur sönglög eftir Oddgeir Kristjánsson. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutta samantekt um pysjurnar, sem flögra nú til byggða og við Eyjskeggjar og gestir keppumst við bjarga núna á kvöldin þessa dagana. Heimildir eru fengnar á lundi.is, heimaslóð.is og á vísindavefur.is.