Sumarsögur

Sumargjöf Rásar 2 - A podcast by RÚV

Categorie:

„Ég hef verið eins og villuráfandi hundur meira og minna allt mitt líf,“ segir Árni Vil, listamaður. Hann ræðir menntaskólaárin og stúdentsprófið sem hann hlaut nýverið, fertugur að aldri. Sumarstörf, sviðslistahópurinn Kriðpleir og árin í FM Belfast eru krufin. Bergþór og Snorri Mássynir halda úti vinsælu hlaðvarpi sem nefnist Skoðanabræður. Þeir ræða sumur æskunnar og skynsemi foreldra þeirra í peningamálum. Íslenska djammið er reifað og þeir segja frá því þegar Hróar nokkur braust inn til þeirra þegar þeir voru unglingar, eða rambaði öllu heldur inn, að öllum líkindum í ölæði. Umsjón: Jakob Birgisson