Vandi drengja í skólum landsins, lífeldsneyti úr matarafgöngum og dauði Dauðahafsins

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categorie:

6. júní 2024 Það kom á óvart hvað tungumálið er stór breyta, segir Tryggvi Hjaltason, höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í menntakerfinu sem unnin var að beiðni menntamálaráðuneytisins. Þótt staðan sé vond er botninum sennilega ekki náð en það er hægt að ná miklum og mælanlegum árangri með ákveðnum aðgerðum, segir Tryggvi, í samtali við Frey Gígju Gunnarsson. Tilraunir með lífeldsneyti skiluðu betri niðurstöðum en Garðar Kári Garðarsson, rannsakandi í Háskólanum á Akureyri, hafði þorað að vona. Hann segir mikilvægt að fólk hugi að umhverfinu, og þróar leiðir til þess að vinna lífeldsneyti úr matarafgöngum. Selma Margrét Sverrisdóttir tók saman. Dauðahafið, margrómað fyrir einstakt landslag, vistkerfi og sögulegt gildi, er að þorna upp. Þetta saltvatn á landamærum Jórdaníu, Palestínu og Ísraels fer stöðugt minnkandi vegna óstjórnar og ofnýtingar vatns, sem rekja má til viðvarandi ófriðar á svæðinu. Þrír menn, sem af sögulegum og samtímalegum ástæðum ættu að flokkast sem óvinir, ákváðu að vekja athygli á vandanum með því að synda saman þvert yfir Dauðahafið, fyrstir manna. Ævar Örn Jósepsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon