Samningar í augsýn en mikið veltur á þætti þess opinbera, þurrkar á Spáni og örorkulífeyriskerfið

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categorie:

26. febrúar 2024 Kjarasamningar fyrir stóran hluta vinnumarkaðarins eru í augsýn, launaliðurinn er sagður í höfn og talað um að samið verði til fjögurra ára og tvisvar á þeim tíma verði hægt að segja upp eða endurskoða samninginn ef verðbólga fer fram úr ákveðnum viðmiðum, enn er óvíst hver verður þáttur þess opinbera sem skiptir æ meira máli. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur telur jákvætt að ekki sé rætt um að tengja samninga við vaxtaákvarðanir. Neyðarástand vofir yfir á Spáni vegna þurrka, vatn er skammtað í Barselóna þar sem þegar hefur verið lýst yfir neyðarástandi og búist er við slíkum yfirlýsingum á Tenerife í lok vikunnar. Margt er jákvætt í boðuðum breytingum á örorkulífeyriskerfinu segir formaður Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Breytingarnar geti gagnast hópi sem áður hafi fallið á milli kerfa en grunnlífeyrinn þurfi að hækka.