Ráðuneyti gerði ekki athugasemd við áminninguna, Rússar í vanda, Normenn ofbeldisfullir en Danir í bissnes
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categorie:
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, var í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í aðdraganda þess að Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, var áminntur fyrir ummæli sín um hælisleitendur og homma sumarið 2022. Ráðuneytið gerði aldrei neinar athugasemdir við áminninguna. Rússar hafa áttt í stökustu vandræðum með að stöðva sókn innrásarhers Úrkaínumanna - innrásin kom Rússum í opna skjöldu...eins og fleirum, líka hernaðarsagnfræðingnum Erlingi Erlingssyni, sem spáir á eftir í framhaldið - og í viðbrögð og viðbragðaleysi erlendra ráðamanna við innrásinni. Norrænir víkingar voru ofbeldismenn – eða svo segja allar kaþólskar heimildir um víkingaöldina. Ný fjölþjóðleg rannsókn sýnir að þetta er bæði satt og logið. Norskir víkingar sveifluðu sverðum meðan danskir víkingar voru meira í bisness.