Óðaverðbólga í Argentínu, endurnýting á textíl og forsetakosningar í Finnlandi

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categorie:

5. febrúar 2024 Því er spáð að verðbólgan í Argentínu fari yfir 250 prósent í ár. Lífskjör landsmanna versna stöðugt. Meira en fjórir af hverjum tíu eru undir fátæktarmörkum. Verslun með notuð föt hefur aukist hér á landi undanfarin ár og verslunum með notaðan fatnað fjölgað mikið. Þetta er breyting í anda hringrásarhagkerfisins segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hins vegar er engu minna hent af textíl. Flutt hafa verið út um 2500 tonn af textíl á ári undanfarin sjö ár og virðist það ekki vera að dragast saman. Finnar velja sér forseta 11. febrúar. Það er seinni umferð í kosningunum og valið stendur milli þeirra Alexanders Stubbs og Pekka Haavistos.