Núverandi kerfi olíu- og bensíngjalda skilar ekki lengur nægum tekjum
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categorie:
Hærra hlutfall rafmagnsbíla og sparneytnari dísil-og bensínbíla hefur orðið til þess að tekjur stjórnvalda af olíu- og bensíngjöldum hafa dregist saman um 30% frá 2012, á sama tíma og umferð hefur aukist um 50% og álag á vegi að sama skapi. Nánast ekkert var greitt fyrir akstur á rafmagns- og tengiltvinnbílum en það breyttist um áramótin þegar tekið var upp gjald, 6 krónur á kílómetra fyrir rafmagns og vetnisbíla en 2 krónur fyrir tengiltvinnbíla. Auka á jafnræði og sanngirni með nýju kerfi um næstu áramót þar sem tekið verður kílómetragjald af öllum farartækjum í hlutfalli við þyngd þeirra, segir Ragnar Bjartmarz, verkefnastjóri Verkefnastofu um samgöngugjöld.