Norrænt varnarsamstarf, ágreiningur um uppbyggingarsjóð EES-ríkja og Hastings í Gufunesi
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categorie:
Er þörf á norrænu varnarsamstarfi þegar þau eru öll í NATO? Jónas Allansson, skrifstofustjóri á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að Atlantshafsbandalagsaðild allra styrki bæði bandalagið og Norðurlöndin sjálf með þéttri samvinnu og samruna á sviði hermála, líkt og þegar sé á félagslega og pólitíska sviðinu. Samingur um Uppbyggingarsjóð EES ríkjanna, Íslands, Noregs og Lichtenstein er enn til umfjöllunar í Ráðherraráði Evrópusambandsins, tæpum fimm mánuðum eftir að framkvæmdastjórn sambandsins staðfesti hann. Ekki virðist vera eining um innihald samningsins í vinnuhópi ráðherraráðsins sem fjallar um málið og óljóst hvenær hann verður endanlega staðfestur Í kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi er verið að taka upp sjónvarpsþættina King and Conquerer sem gerðir eru fyrir BBC í Bretlandi og CBS í Bandaríkjunum, nærri þúsund manns koma að þáttagerðinni með einum eða öðrum hætti. Spegillinn slóst í för með Baltasar Kormáki, ræddi við hann um stærð íslenska hestsins og af hverju það margborgar sig fyrir stjórnvöld að setja fé í sjónvarps-og kvikmyndaframleiðslu.