Jarðhræringar og ferðaþjónusta, sameining háskóla og óveður í Noregi
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categorie:
2. febrúar 2024 Jarðskjálftahrinur og tíð eldsumbrot hafa einkennt síðustu fjögur ár á Reykjanesskaganum. Halda mætti að þetta hefði veruleg áhrif á þá kviku og mikilvægu atvinnugrein sem ferðaþjónustan er. Engu að síður stefnir í metár í farþegafjölda segir Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri, sem reiknar með 2.4 milljónum erlendra gesta til landsins. Formlegar viðræður um sameiningu Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri hefjast í næstu viku. Í viðtali við Selmu Margréti Sverrisdóttur segir Bjarni Már Magnússon, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, að viðhorf starfsfólks sé almennt jákvætt og miklar breytingar á skólanum síðustu ár gefi góða reynslu fyrir komandi viðræður. Áhyggjur norðanmanna af sameiningunni séu óþarfar. Selma Mikið óveður hefur gengið yfir norðanverðan Noreg síðasta sólarhring. Óttast er að ný óveðurslægð komi upp að Þrændalögum í nótt. Einn maður slasaðist alvarlega en annars er mikið tjón og víða á eigum manna. Veðurfræðingar segja að viðlíka óveður komi aðeins tvisvar á öld að jafnaði. Gísli Kristjánsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon