Hvert flytja Grindvíkingar? Hver er Nikki Haley og á hún séns? Enn einn ráðherraskandallinn í Noregi

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categorie:

Um eða yfir 1.200 heimili í Grindavík voru rýmd 10. nóvember og fyrir liggur að fólk fær ekki að flytja þangað aftur í bráð. En gangi áætlanir stjórnvalda eftir má gera ráð fyrir að fjöldi Grindvíkinga vilji koma sér fyrir í eigin húsnæði á næstunni, en hvar? Spegillinn ræddi við Grindvíkinginn Sverri Auðunsson. Hann er í bæjarstjórn Grindavíkur og er nýtekinn við formennsku í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum 5. nóvember og í dag fara fram forkosningar hjá Repúblíkönum í New Hampshire, einu smæsta og fámennasta ríki Bandaríkjanna. Þar býr aðeins tæp 1,5 milljón manna en niðurstaðan í New Hampshire hefur sögulega gefið góða hugmynd um hver hlýtur að lokum útnefningu flokksins. Kjósendur geta valið á milli tveggja frambjóðenda, Trumps og Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóra Suður-Karólínu og sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum. En hver er Nikki Haley og á hún einhvern möguleika á að verða forseti? Enn einn ráðherrann í ríkisstjórn Noregs hefur orðið að segja af sér vegna gamalla mistaka. Nýr ráðherra vísindarannsókna og æðri menntunar var kynntur í morgun eftir að fyrri ráðherra játaði á sig ritstuld við lögfræðipróf. Núna eru sex ráðherrar farnir og sjöundi ráðherrann er í nauðvörn að halda sínu embætti.