Forsetakosningar, sjálfstæði Palestínu, fjármögnun lögreglunnar
Spegillinn - A podcast by RÚV
Categorie:
22. maí 2024 Spegillinn heldur áfram viðtölum við forsetaframbjóðendur - að þessu sinni er rætt við Helgu Þórisdóttur, sem Ragnhildur Thorlacius hitti fyrir á göngum Útvarpshússins. Stjórnvöld þriggja Vestur-Evrópuríkja, Noregs, Írlands og Spánar, lýstu því yfir í gær, að þau hygðust viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Hallgrímur Indriðason spurði Jón Orm Halldórsson alþjóðastjórnmálafræðing hvaða þýðingu þessar yfirlýsingar hefðu. Síðustu daga og vikur hafa verið sagðar fréttir upp úr umsögnum lögreglustjóra og lögreglufélaga við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2029. Umsagnirnar eiga það flestar sameiginlegt að draga upp frekar dökka mynd af stöðu lögreglunnar. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um málið og ræðir við Stefán Vagn Stefánsson, formann fjárlaganefndar og fyrrverandi yfirlögregluþjón og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon