Búvörulög og hæfi þingmanna, gróðureldar í Brasilíu

Spegillinn - A podcast by RÚV

Categorie:

Alþingi samþykkti í mars búvörulög. Lögin veita miklar undanþágur frá samkeppnislögum og vegna þessara laga getur Kaupfélag Skagfirðinga keypt Kjarnafæði Norðlenska - stærsta kjötvinnslufyrirtæki landsins. Meðferð meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis á málinu hefur verið gagnrýnd. Lagafrumvarpið gjörbreyttist í meðförum nefndarinnar. Gunnhildur Kjerúlf birgisdóttir ræðir við Hafstein Dan Kristjánsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Pantanal heitir stærsta, samfellda hitabeltisvotlendi heims og líffræðilegur fjölbreytileiki er óvíða meiri. Pantanal er á heimsminjaskrá UNESCO og nýtur verndar samkvæmt Ramsar-samningnum um vernd mikilvægs votlendis. Það teygir sig yfir um 170.000 ferkílómetra lands í Bólivíu, Paragvæ og, að stærstum hluta, í Brasilíu - þar sem það stendur í ljósum logum. Ævar Örn Jósepsson segir frá. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason