Réttarhöld yfir Weinstein. Eldhætta vegna rafbíla.

Spegillinn - Hlaðvarp - A podcast by RÚV

Categorie:

Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að engan veginn sé hægt að útiloka bruna í bílastæðahúsum hér á landi eins og varð við flugvöllinn í Stafangri í Noregi. Þar varð stórbruni á dögunum. Arnar Páll Hauksson talaði við Jón VIðar Matthíasson. Harvey Weinstein var farsælasti kvikmyndaframleiðandi draumaverksmiðjunnar Hollywood, maðurinn á bak við myndir eins og Shakespeare in Love, The King's Speech og Pulp Fiction. Hann flaug of hátt, ofmetnaðist sem ómenni og er nú brennimerktur sem andlit #metoo hreyfingarinnar. Réttarhöld hófust í vikunni yfir Weinstein sem getur átt yfir höfðu sér lífstíðardóm. Pálmi Jónasson fjallaði um þetta.