Olíukynding, veggjöld í Gautaborg og Boris

Spegillinn - Hlaðvarp - A podcast by RÚV

Categorie:

Þrír staðir á landinu eru nær alfarið háðir olíu, bæði til að fá rafmagn og kynda upp hús. Ekki eru horfur á að breytingar verði á þessu í nánustu framtíð. Arnar Páll segir frá olf ræðir við Sigurð Bjarnason í Grímsey, Braga Benediktsson á Grísmsstöðum á Fjöllum og Hafstein Guðmundsson í Flatey. Fyrir fáeinum árum kusu íbúar í Gautaborg um hvort leggja ætti sérstakan skatt á bílaumferð um miðborgina, til að draga úr umferðarteppum og fjármagna miklar samgönguúrbætur. Skattinum var hafnað af meirihluta kjósenda. En hvað með það? Skatturinn, sem hafði þá þegar verið tekinn upp, var áfram í gildi. Og er enn. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá. Anna Kristín Jónsdóttir segir frá tillögum Boris Johnson um útgöngu Breta úr ESB og ræðu sem hann hélt á fundi Íhaldsflokksins í dag