Mótmælin í Hong Kong, Andrés prins og aukin mengun frá bílum

Spegillinn - Hlaðvarp - A podcast by RÚV

Categorie:

Harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong. Þau hófust í júní þegar stjórnvöld hugðust leggja fram lagafrumvarp um að heimilt væri að framselja borgara í Hong Kong til Kína ef þeir hefðu gerst brotlegir við lög í Kína. Eftir kröftug mótmæli drógu stjórnvöld frumvarpið til baka, en mótmælin hættu ekki - á bak við þau var víðtækari lýðræðisleg krafa. Kristján Sigurjónsson talat við Helgu Björk Jónsdóttur sem býr í Hong Kong. Eftir að bandaríski auðmaðurinn Jeffrey Epstein var dæmdur 2008 fyrir hórmang með stúlku undir lögaldri komst fljótt í hámæli að einn vina hans var Andrés Bretaprins, næst yngstur af fjórum börnum Elísabetar Englandsdrottningar. Þetta rifjaðist upp í sumar þegar Epstein var ákærður fyrir hórmang og kynferðislega misnotkun stúlkna undir lögaldri. Epstein lést í fangelsi í ágúst, er talinn hafa fyrirfarið sér. Um helgina var sýnt viðtal við prinsinn í breska ríkisútvarpinu því hann hafði fallist á að sitja fyrir svörum um vináttu sína við Epstein. Það er samdóma álit breskra fjölmiðla að frásögn prinsins hafi verið ósannfærandi og spurning hverjar afleiðingarnar verða. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Framreikningar á losun gróðurhúsaloftegunda sýna 19% samdrátt fram til ársins 2030. Ísland hefur skuldbundið sig um samdrátturinn verði 29%. 2017 hafði heildarlosun dregist saman um 5%. Arnar Páll Hauksson talar við Elvu Rakel Jónsdóttur.