Mótmæli í Katalóníu, Brexti og 4. járnbruatarpakkinn

Spegillinn - Hlaðvarp - A podcast by RÚV

Categorie:

Það brutust út mikil mótmæli í gær í Katalóníu eftir að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 forystumenn aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Fjöldamótmæli voru við flugvöll Barselóna og fresta var 110 flugferðum vegna þeirra. Og það var víða mótmælt. 45 ferðum var svo aflýst í morgun. Í Girona var logandi hjólbörðum raðað á járnbrautarteina þannig að stöðva þurfti ferðir hraðlestarinnar milli Barcelona og Frakklands. Mótmælin hafa haldið áfram í dag víða í Katalóníu. Rætt var við Hallór Má tónlistarmann, gítarkennara og sjónvarpsmannrsem hefur búið í Barselóna í 26 ár. Um leið og breska stjórnin gerir tilraun til að semja við Evrópusambandið, á síðustu stundu, gera ýmsir þingmenn sér vonir um að þingmeirihluti náist fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á afstöðu kjósenda síðan 2016 en áhugaverðasti hópurinn er kannski sá hópur sem kaus ekki 2016. Í þeim hópi er meirihluti hlynntur ESB-aðild. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Norðmenn voru ekki fyrr búnir að afgreiða Orkupakka 3 en þeir fengu Járnbrautapakka 4 sendan frá Evrópusambandinu. Báðir þessir pakkar eru illa þokkaðir meðal andstæðingana og sem segja að þýði endanlegt framsal á valdi yfir þjóðareign. Gísli Kristjánsson segir frá.