2 ár frá Meetoo, heimilslausir og drónaárás

Spegillinn - Hlaðvarp - A podcast by RÚV

Categorie:

Sérfræðingur í eldsneytismálum segir erfitt að spá fyrir um hver áhrif olíuverðshækkana verða vegna drónaárásarinnar í Sádi-Arabíu. Vari ástandið áfram geti það haft talsverð efnahagsleg áhrif. Arnar Páll Hauksson talar við Magnús Ásgeirsson. Minnst tíu sveitarfélög á landinu hafa ekki svarað beiðni Reykjavíkurborgar um að taka þátt í kostnaði vegna þjónustu við heimilislausa. Tæplega einn af hverjum fimm sem nýta sér gistiskýli borgarinnar er með lögheimili utan Reykjavíkur. Höskuldur Kári Schram talar við Sigþrúði Erlu Arnardóttur. Um þessar mundir eru tvö ár frá því að Meetoo bylting kvenna hófst bæði hér og erlendis. Segja má að upphafið megi rekja til áskana nokkurra kvenna í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs í garð Harvey Weinsteins, eins frægasta kvikmyndaframleiðanda heims, um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Þá var sem flóðgáttir opnuðust og konur bæði hér og erlendis tóku að segja frá. Fjölmenn alþjóðleg ráðstefna stendur nú yfir í Hörpu um Meetoo hreyfinguna og áhrif hennar, eins og fram kom fyrr í Speglinum. Gyða Margrét Pétursdóttir dósent í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ásamt fleirum rannsakað Meetoo byltinguna hér á landi. Kristján Sigurjónsson talaði við hana.