Ævintýri Jóhanns Sveinbjörnssonar, báturinn Sindri og eikarskipið Húni
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categorie:
Í þættinum heimsækjum við Jóhann Sveinbjörnsson á Seyðisfirði. Jóhann hefur áður verið í þættinum hjá okkur þegar hann rifjaði upp árásina á breska tankskipið El Grillo. Í þetta skiptið rifjar hann upp ferðalag sitt á heimsmót lýðræðissinnaðrar æsku í Búkarest 1953 en 214 Íslendingar tóku þátt í mótinu það árið. Jóhann rifjar einnig upp lög sem dansað var við á mótinu og spilar þau fyrir okkur á munnhörpu. Því næst er haldið í Reykhólasveitina þar sem við kynnumst skipasmíðameistara að störfum. Það er Hafliði Már Aðalsteinsson sem gerir nú upp bátinn Sindra, 85 ára gamlan Súðbyrðing. Að lokum er haldið um borð í eikarskipið Húna sem liggur við bryggju á Akureyri. Húni er nýttur í margskonar verkefni og þessar vikurnar er siglt með nærri 400 eyfirska grunnskólanemendur úr sjötta bekk í fræðsluferðir um Eyjafjörð. Viðmælendur í þættinum eru Jóhann Sveinbjörnsson, Hafliði Már Aðalsteinsson, Þorsteinn Pétursson, Gunnar Sturla Gíslason og Bjarni Bjarnason. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir