Stefnubreyting í lífinu, söngur í Kjósinni og hetjudáðir á stríðstímum

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categorie:

Í þættinum í dag heyrum við sögu tveggja kvenna. Þuríður Helga Kristjánsdóttir segir frá stefnubreytingu í sínu lífi þegar hún ákvað að segja upp starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Menningarfélags Akureyrar til að sinna öðrum hugðarefnum. Síðan heyrum við Ágústu Oddsdóttur segja frá bókinni Þegar Kjósin ómaði af söng þar sem fjallað er um samfélagið í Kjósinni og öflugt söngkórastarf sem starfrækt var þar á síðustu öld. Í lok þáttar rifjum við upp viðal frá árinu 2017 þar sem Magnús Pálsson frá Veturhúsum segir frá leiðangri breskra hermanna árið 1942 og hetjulegum björgunaraðgerðum fjölskyldunnar í Veturhúsum. Efni í þáttinn unnu Þórgunnur Oddsdóttir, Gígja Hólmgeirsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir