Sambandssagan Sumar í september. Veflistakonan Ragnheiður Björk.
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categorie:
Í Sögum af landi í dag fer Rúnar Snær Reynisson í heimsókn til rithöfundarins Svein Snorra Sveinsson á Egilstöðum, en Sveinn Snorri hefur að undanförnu unnið að bók um sambandssögu hans og konu hans, Lornu M. Sveinsson, sem kemur frá Filippseyjum. Tilgangur bókarinnar er meðal annars að vinna gegn fordómum í garð hjónabanda íslenskra karla og filippseyskra kvenna. Bókin heitir Sumar í september. Gígja Hólmgeirsdóttir mun síðan kíkja í heimsókn á vinnustofu veflistakonunnar Ragnheiðar Bjarkar Þórsdóttur, sem segir meðal annars frá sambandi hennar við ömmu sína, Ragnheiði Brynjólfsdóttur klæðskera og kennara við Kvennaskólann á Blönduósi. Auk þess segir Ragnheiður frá bók sinni, Listin að vefa, sem kom út á síðasta ári. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Gígja Hólmgeirdsóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir