Nýsköpun á Flateyri. Ungur tónlistarmaður. Bændur á Hranastöðum.

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categorie:

Í Sögum af landi verður rætt við verkefnastjórann Helenu Jónsdóttur á Flateyri um styrki úr Þróunarverkefnasjóði sem nýlega var úthlutað til 15 nýsköpunarverkefna sem talið er að munu hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf og samfélagið á Flateyri. Í þættinum verður einnig flutt ítarlegra viðtal við Ásgeir Braga Ægisson, sauðkrækinginn unga, sem hefur á skömmum tíma orðið einn mest spilaði tónlistarmaður landsins á streymisveitunni Spotify. Að lokum í Sögum af landi verður farið í heimsókn á bæinn Hranastaði í Eyjafjarðarsveit, þar sem hjónin Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Arnar Árnason hafa búið í 20 ár og eru þar nú með ríflega 100 mjólkandi kýr og stórt eggjabú. Innslög í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirdóttir