Káinn. Hringt til Vestmannaeyja. Maltvískífélag Norðurlands

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categorie:

Í Sögum af landi segir sagnfræðingurinn Jón Hjaltason frá nýútkominni bók sinni um kímniskáldið Káinn. Bókin heitir Fæddur til að fækka tárum: Káinn ævi og ljóð. Í þættinum er einnig hringt til Vestmannaeyja og rætt við Katrínu Laufeyju Rúnarsdóttur, sem er annar tveggja eigenda fréttamiðilsins Tíguls, sem er vefur og blað sem er dreift vikulega í öll hús í Eyjum. Að lokum verður farið í heimsókn til Snorra Guðvarðssonar og spjallað við hann um áhuga hans á viskí og starfsemi Maltviskífélags Norðurlands. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir