Guðrún í Svartárkoti. Friðlýsingar og þjóðgarður á Vestfjörðum

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categorie:

Í fyrri hluta þáttarins verður farið í heimsókn í Svartárkot í Bárðardal. Þar býr Guðrún Sigríður Tryggvadóttir ásamt fjölskyldu sinni. Við spjöllum við Guðrúnu um lífið á þessum innsta bæ í Bárðardal, sem liggur við mörk Ódáðahrauns. Í seinni hluta þáttarins er rætt við Eddu Kristínu Eiríksdóttur um fyrirhugaðar friðlýsingar og þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir