Dráttarvélar. Missir á Eyrarbakka. Kvennasigling.
Sögur af landi - A podcast by RÚV
Categorie:
Í þessum þætti er rætt um dráttarvélar við meðlim í Fergusonfélaginu en tilefnið var afhending á uppgerðum Ferguson til minjasafnsins á Burstarfelli. Við forvitnumst einnig um sýninguna Missi sem nú stendur yfir í Húsinu á Eyrarbakka. Að lokum förum við um borð í seglskútuna Esju og ræðum þar við tvo meðlimi Seiglanna sem nú sigla hringinn í kringum landið. Viðmælendur í þættinum eru Ragnar Jónasson, Linda Ásdísardóttir, Tara Ósk Markúsdóttir og Bryndís Skúladóttir. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir