Björgunarsveitarmaður rifjar upp snjóflóð. Rafíþróttir

Sögur af landi - A podcast by RÚV

Categorie:

Í þætti dagsins er rætt við Magnús Einar Magnússon, formann björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri. Magnús rifjar upp snjóflóðin sem féllu þann 14. janúar 2020 og talar um lífið á Flateyri. Í þættinum verður auk þess fjallað um rafíþróttir og farið í heimsókn til nýstofnaðs rafíþróttafélags í Bolungarvík, þar sem rætt verður við Þorberg Haraldsson, formann Rafíþróttadeildar Bolungarvíkur. Einnig er rætt við Sigrúnu Jónu Hauksdóttur, hjá Rafíþróttadeild Hattar á Egilsstöðum. Efni í þáttinn unnu Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Halla Ólafsdóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir