Dauðakaffi, hvað býr að baki gervigreind? og það nýjasta úr heimi konungsfjölskyldna

Samfélagið - A podcast by RÚV

Podcast artwork

Categorie:

Er dauðinn tabú sem umræðuefni í nútímasamfélagi? Vikulega hittist fólk í Langholtskirkju í grafarspjalli þar sem dauðinn er ræddur á ýmsan hátt. Alda Lóa Leifsdóttir kom til okkar og sagði okkur frá dauðakaffi - þar sem má ræða allt sem tengist dauðanum. Með aukinni notkun á gervigreind eru margir að velta fyrir sér hvernig hún virkar? Hvaða stærðfræði er það sem gervigreindin byggir á? Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við HÍ, svaraði nýverið spurningu þessu tengdu á Vísindavefnum og hann ætlar að útskýra þetta allt fyrir okkur. Konungsfjölskyldur eru merkilegt menningarfyrirbæri sem eru stöðugt í sviðsljósinu og vekja sífellt áhuga. Guðný Ósk Laxdal kom til okkar og segja okkur það nýjasta úr heimi konungsfjölskyldna. Tónlist þáttarins: NÝDÖNSK - Ég ætla að brosa. Hipsumhaps - Lífið sem langar í