Ingó Veðurguð (brot af því besta)

Podcast með Sölva Tryggva - A podcast by Sölvi Tryggvason

Categorie:

Ingólfur Þórarinsson kom inn á sjónarsvið íslensku tónlistarsenunnar eftir að hann keppti í Idolinu. En áður en hann keppti þar hafði hann stofnað hljómsveitina Veðurguðirnir og hringt í nánast alla veitingastaði landsbyggðarinnar og beðið um að fá að mæta til að spila með bandinu sínu. Eftir Idolið fór allt af stað og síðan þá er varla nokkur íslenskur tónlistarmaður sem hefur ,,giggað" jafn oft. Í dag er Ingó á krossgötum og segist vilja skoða aðeins betur listamanninn í sér. Hér ræða hann og Sölvi um ástríðuna við tónlistina, drykkjutímabilin, löngunina til að læra og þroskast sem einstaklingur og margt margt fleira. Þátturinn er í boði; Fitness Sport - https://www.fitnesssport.is/ Heilsubarinn - https://www.heilsubarinn.is/ Ozon - https://www.ozonehf.is/ Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Nýja vínbúðin - https://nyjavinbudin.is/