Logi Gunnarsson og Agnes Suto
Íþróttavarp RÚV - A podcast by RÚV
Categorie:
Íþróttavarp vikunnar er tvískipt. Við spjöllum við Agnesi Suto, fimleikakonu. Á þessu keppnistímabili hefur Agnes ekki aðeins keppt á stærstu mótunum í áhaldafimleikum hér heima, heldur líka á öllum stærstu hópfimleikamótunum. Svo förum við yfir ferilinn með Loga Gunnarssyni, körfuboltamanni úr Njarðvík sem lagði skóna á hilluna nýverið. Logi er fjórði leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var á Evrópumótinu 2015 og 2017. Hann sló í gegn sem ungur maður í Njarðvík og vann þar sína fyrstu titla áður en hann fór á flakk um Evrópu og sneri loks aftur heim. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir og Einar Örn Jónsson