HM í handbolta - Ásgeir Örn Hallgrímsson

Íþróttavarp RÚV - A podcast by RÚV

Þátturinn að þessu sinni var tekinn upp strax eftir tapið fyrir Svíum í gærkvöld. Ísland er nú nær örugglega úr leik í baráttunni um að komast í 8-liða úrslit HM og þar með í Ólympíuforkeppnina. Ásgeir Örn Hallgrímsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og einn af sérfræðingum HM stofunnar á RÚV var gestur Íþróttavarpsins og fór yfir sviðið rétt eftir leik. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson