Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna

Hlaðvarp Heimildarinnar - A podcast by Heimildin

Podcast artwork

Sutoku varð ungur að árum keisari og ef ekki hefði verið fyrir að faðir hans og bræður plottuðu gegn honum hefði hann átt dag einn að stýra Japan í eigin nafni. Hann endaði ævi sína í útlegð eftir skammvinna borgarastyrjöld, en er þó í dag mun þekktari sem draugurinn Sutoku – einn af máttugustu og hættulegustu draugum Japans. Í þessum þætti kynnumst við þjóðsagnapersónunni og hinum raunverulega keisara og veltum vöngum yfir hvað sé hæft í orðrómum og samsæriskenningum um þennan umdeilda keisara.