Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Hlaðvarp Heimildarinnar - A podcast by Heimildin
Við lítið en heilagt fjall norðan Kyoto er klaustur með ævafornum en óvenjulegum sið. Munkar þar fara út að skokka, tugi kílómetra, hundrað daga í senn. Þessi siður er til að öðlast náð og visku guðsins Fudo Myo, en sumir taka þetta í slíkar öfgar að þeir hætta ekki að hlaupa árum saman og hlaupa sumir og fasta í heil sjö ár.
