Síðasta lag fyrir myrkur - Blóðug jörð (e. Vilborgu Davíðsdóttur)

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - A podcast by Bókasafn Hafnarfjarðar

Síðasta lag fyrir myrkur er...Blóðug jörð e. Vilborgu Davíðsdóttur Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Vilborg á hug Hjalta allan enn á ný, en nú er komið að síðustu bók þríleiksins um Auði Ketilsdóttur. Árið er 883. Veldi norrænna manna á Bretlandseyjum riðar til falls. Á augabragði stendur Auður Ketilsdóttir ein uppi, umkringd óvinum og ábyrg fyrir ungum sonarbörnum. Stefnan er tekin til eylandsins á enda veraldar þar sem ár og vötn eru sögð iða af fiski, jökulhettur ber við himin og sjálf jörðin spýr eldi.   Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)