181 - Kosningar í Suður Afríku og Børsen sem brann

Heimskviður - A podcast by RÚV - Sabato

Categorie:

Við fylgdumst mörg með hinni sögufrægu bygginguBørsen brenna í fréttum á dögunum. Byggingin sem fæst okkar hafa líklega komið inn í nema við höfum átt erindi við viðskiptaráð Danmerkur undanfarin ár, eða þar áður lagt leið okkar í kauphöll landsins. En bygginguna hafa flest sem hafa rölt um stræti Kaupmannahafnar séð. Hún skar sig úr, ekki síst vegna drekaturnspíru sem teygði sig upp af húsþakinu, en er nú hruninn. Oddur Þórðarson segir okkur allt um Børsen. Það verða kosningar í Suður Afríku eftir tæpan mánuð. Og það er útlit fyrir að þær verði spennandi og jafnvel sögulegar. Það gæti gerst í fyrsta sinn frá afnámi aðskilnaðarstefnunnar að afríska þjóðaráðrið missi meirihluta á þingi. Í ár verða þrjátíu ár liðin frá afnámi aðskilnaðarstefnunnar þar í landi. Og þrjátíu ár frá því að Nelson Mandela tók við völdum sem forseti landsins. En af hverju er flokkur frelsishetjunnar Nelsons Mandela ekki lengur flokkur fólksins í Suður Afríku? Það eru fyrst og fremst efnahagsmálin sem þar vega þyngst. Þrátt fyrir að Suður-afrískt efnahagslíf sé nokkuð stöðugt þá mælist atvinnuleysi hvergi hærra. Hjá ungu fólki, 25 ára yngri, er það meira en 60% og sú staðreynd vegur auðvitað þungt í huga kjósenda. Bjarni Pétur fjallar um málið.