172 - Mannát og Ungverjaland

Heimskviður - A podcast by RÚV - Sabato

Categorie:

Verið er að sýna leikritið Kannibalen hér á landi sem er byggt á sönnum atburðum. Í stuttu máli fjallar það um mann sem langar til að borða annan mann og kemst í kynni við mann sem vill láta borða sig. Þrátt fyrir að það sé ekkert blóð í leikritinu þá eru lýsingarnar í því ítarlegar. Á frumsýningu verksins í Danmörku ældi áhorfandi og hér á landi féll einn í yfirlið. En sem fyrr segir þá er þetta saga sem gerðist í raun og veru og það fyrir ekki svo löngu. Dagný Hulda Erlendsdóttir skoðaði þá sögu og einnig sögu mannáts í mannkynssögunni. Við vörum viðkvæma við lýsingum í umfjölluninni hér á eftir. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa um árabil staðið í stappi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem ítrekað hefur farið fram á endurbætur á ungversku réttarkerfi, stöðu fjölmiðla og gagnrýnt setningu laga sem sögð eru skerða almenn réttindi og jafnvel mannréttindi. Nýjasta dæmið er áminning sem framkvæmdastjórnin sendi í síðustu viku vegna nýrrar stofnunar í Búdapest sem ætlað að rannsaka meintar ógnir gegn fullveldi Ungverjalands. Gagnrýnendur segja að stofnunin eigi að rannsaka fólk og samtök sem stjórnvöldum eru ekki þóknanleg, og þagga þannig niður í stjórnarandstæðingum. Einn angi af þessum deilum tengist sjóði sem EES ríkin, Ísland, Noregur og Lichtenstein reka, og kallast Uppbyggingarsjóðurinn - þessi sjóður styrkir alls konar þróunarverkefni í fimmtán fátækari ríkjum Evrópusambandsin, þar á meðal Ungverjalandi en deilur sjóðsins við stjórnvöld í Búdapest, sem hófust árið 2014, hafa leitt til þess að undanfarin ár hefur verið skrúfað fyrir öll framlög til Ungverjalands. Björn Malmquist hefur kynnt sér þessa sögu.