Sögulegar kosningar í Japan

Heimsglugginn - A podcast by RÚV - Giovedì

Categorie:

Stjórnmál í Japan eftir þingkosningar um síðustu helgi voru til umræðu í Heimsglugganum í Morgunvaktinni á Rás 1. Bogi Ágústsson ræddi við Kristínu Ingvarsdóttur, lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands. Þingkosningar á sunnudag sættu talsverðum tíðindum. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, LDP, sem hefur farið með stjórn í Japan nánast óslitið í nærri 70 ár, beið afhroð. Flokkurinn tapaði 64 þingsætum, það eru 465 fulltrúar í neðri deild japanska þingsins. Það vakti líka athygli að fleiri konur voru kjörnar á þing en þær eru samt aðeins 16 prósent þingmanna, eða 73 talsins. Shigeru Ishiba forsætisráðherra Japans rauf þing í byrjun mánaðar og boðaði til kosninga aðeins mánuði eftir að hann var kjörinn forsætisráðherra. Þetta var meðal þess sem Kristín og Bogi ræddu. Kristín bjó í Japan í átta ár og fylgist náið með þróun mála þar í landi. Í lokin var rætt um hættur sem steðja að lýðræði.