Skandalar í Bretlandi og Danmörku
Heimsglugginn - A podcast by RÚV - Giovedì
Categorie:
Tveir pólitískir skandalar í grannlöndum okkar voru til umræðu í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson. Annars vegar ráðvillt bresk ríkisstjórn og fálmkennd viðbrögð í upphafi COVID-faraldursins eins og komið hefur fram í vitnaleiðslum nefndar sem falið var að rannsaka viðbrögð breskra stjórnvalda við farsóttinni. Hins vegar njósnamálið í Danmörku þar sem Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra; Lars Findsen, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar; og fleiri voru ákærðir fyrir landráð. Ákæruvaldið hefur fellt málið niður og Mette Frederiksen og ráðherrar í stjórnum hennar mega sitja undir mjög harðri gagnrýni stjórnarandstöðunnar vegna þess hvernig haldið var á málinu.