Ranghugmyndir Íslendinga um eigin sögu
Heimsglugginn - A podcast by RÚV - Giovedì
Categorie:
Hlaupársþáttur Heimsgluggans var ekki um heimsmálin heldur um lífseiga söguskoðun Íslendinga sem var meðal annars mótuð af bókum Jónasar frá Hriflu og Jóns J. Aðils sem kenndar voru áratugum saman. Draga má þetta saman í að saga Íslands hafi byrjað þegar frjálsbornir höfðingjar í Noregi sættu sig ekki við kúgun Haraldar hárfagra konungs og flýðu til Íslands þar sem þeir settu á stofn fyrirmyndarríki og fyrsta löggjafarþing heims. Það hafi verið gullöld Íslendinga sem hafi lokið þegar Gissur Þorvaldsson jarl sveik þjóðina í hendur Noregskonungs með Gamla sáttmála 1262. Þá hafi lagst miðaldamyrkur yfir þjóðina og ekki hafi byrjað að rofa til fyrr en með fæðingu Jóns Sigurðssonar 1811. Þessi mynd af sögu Íslands varð til í sjálfstæðisbaráttunni þar sem Danir voru útmálaðir sem andstæðingar alls hins góða, vondu útlendingarnir sem hefðu öldum saman kúgað Íslendinga.