Salan á Íslandsbanka og launaákvarðanir
Hádegið - A podcast by RÚV
Categorie:
Við byrjum í heimi fjármála- og efnahagsmála. Haustið 2008 féllu íslensku bankarnir eins og spilaborgir, þar á meðal Glitnir. Rekstur bankans var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og skilanefnd sett yfir rekstur hans í október 2008. Í kjölfarið var skammlíft fyrirbæri sem hét Nýi Glitnir banki stofnaður af ríkinu og tók hann við eignum um skuldbindingum hins fallna Glitnis banka. 97 starfsmenn bankans misstu vinnuna. Sem sagt, bankinn var kominn í eigu ríkisins, og þann 20. febrúar 2009, var nafni bankans breytt í Íslandsbanka, en það hét bankinn áður eða frá því Iðnaðarbankinn, Alþýðubankinn, Verslunarbankinn og Útvegsbankinn sameinuðust árið 1990, og fram til ársins 2006. Við tóku ár uppgjörs og endurfjármögnunar sem og hægfara uppgangur íslensks efnahagslífs. Bankinn og efnahagslífið náðu vopnum sínum að nýju, og með tíð og tíma fóru þær raddir að gerast háværari að bankinn yrði færður aftur úr ríkiseigu, sem sagt, seldur. Í desember 2020 lagði Bankasýsla ríkisins fram tillögu þess efnis að ríkið seldi fjórðungshlut í bankanum, og í lok maí á síðasta ári staðfestu svo bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki þau áform um að hefja hlutafjárútboð bankans, sem fór fram í júní. Því hlutafjárútboði lauk um miðjan júní, og urðu þá 24 þúsund hluthafar í Íslandsbanka. Í kjölfarið gaf fjármálaráðherra það út að hann teldi það skynsamlegt að halda áfram að losa um eignarhald ríkisins yfir Íslandsbanka á næsta ári ef markaðsaðstæður leyfðu. Það var svo gert í síðustu viku, þegar ákveðnum fjölda fagfjárfesta var boðið að taka þátt í útboði og seldist 22,5 prósenta hlutur til viðbótar í bankanum. Ríkið á því nú minnihluta í Íslandsbanka, eða 42,5 prósent. Það eru skiptar skoðanir um þessa sölu, stjórnarandstaðan gagnrýndi sölufyrirkomulagið harðlega til að mynda og sögðu þingmenn hennar til dæmis að ekkert gagnsæi hafi verið við söluferlið, og of mikill afsláttur hafi verið gefinn af bréfunum. Magdalena Anna Torfadóttir, sérfræðingur Hádegisins í efnahagsmálum og blaðamaður á Fréttablaðinu, ræðir við okkur um málið í fyrri hluta þáttarins. Flest stundum við einhverja vinnu, til að komast af. En við þiggjum mishá laun fyrir vinnuframlag okkar og afkoman er því misgóð. Og þá má spyrja - af hverju? Hvað ræður því? Fyrir utan breytur eins og til dæmis menntunarstig, reynslu, ábyrgð og álag. Af hverju greiðum við svo mismunandi laun fyrir mismunandi störf og fög? Metum við viss vinnuramlög mikilvægari eða verðmætari en önnur eða snýst þetta allt um hagkerfið og lögmál markaðarins? Eða hvers vegna eru til dæmis laun þeirra sem sta