Ráðist á SAF og Ragnar Freyr um nýja nálgun gagnvart Omikron
Hádegið - A podcast by RÚV
Categorie:
Drónaárásir á olíuvinnslustöðvar og flugvöll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur komið ráðamönnum þar í opna skjöldu. Fréttaskýrendur segja árásirnar, sem eru þær fyrstu á ríkið í meira en þrjú ár, sýni að ríkið sé í raun minna og meira veikburða fyrir utanaðkomandi ógnum en leiðtogar hafa viljað af láta. Aðrir telja að árásirnar gætu jafnvel neitt furstadæmin að samningaborðinu til að koma á friði við Íran. Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, ræðir við okkur um þessa árás og hvað hún þýðir fyrir stríðið í Jemen. Nærri fimmtán hundruð greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti fjöldi smita á einum degi frá upphafi faraldursins. Helmingur þeirra var í sóttkví. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda smita hefur sjúklingum með COVID-19 fækkað á Landspítala, þeir eru nú 33 og hafa ekki verið færri síðan í byrjun mánaðarins.Skólar eru opnir, en barir og skemmtistaðir lokaðir, þrátt að fyrir að nær helmingur þeirra sem nú greinast eru börn, og kannski einmitt þess vegna. Þeir veitingastaðir, sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma vegna sóttvarnaaðgerða og hafa orðið fyrir minnst 20 prósent tekjufalli á tímabilinu frá desember 2021 til og með mars 2022, geta fengið styrk frá ríkinu, samkvæmt nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Líkleg heildaráhrif frumvarpsins á ríkissjóð eru metin á um 1,5 milljarða þótt hámarkið sé talið vera kringum 3 milljarða. Á meðan berst Landsspítali áfram í bökkum.Sitt hverjum þó um hvort stjórnvöld séu að bregðast rétt við útbreiðslu Omikron afbrigðisins hér á landi. Einn þeirra er Ragnar Freyr Ingvarsson, lyflæknir og fyrrum yfirmaður covid-göngudeildar á Landsspítalanum. Við ræðum við Ragnar í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.