Rafhlöður og Ndrangheta-mafían
Hádegið - A podcast by RÚV
Categorie:
Við hefjum Hádegið í dag á tæknispjalli með Kristjönu Björk Barðdal, tæknisérfræðingi Hádegisins og hlaðvarpsstjórnanda UT hlaðvarps SKÝ. Í dag ætlum við að tala um rafhlöður, af öllum stærðum og gerðum. Fyrsta áfanga einna umfangsmestu réttarhalda í ítalskri sögu lauk fyrr í mánuðinum með sakfellingu sjötíu meðlima Ndrangheta mafíunnar - einna umsvifamestu glæpasamtaka heims. Enn er þó langt í land. Því eftir standa hinir þrjú hundruð fimmtíu og fimm sakborningarnir, sem meðal annars eru grunaðir um peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, sem enn á eftir að rétta yfir. Það er því nóg um að vera hjá saksóknaranum Nicola Gratteri, sem hefur helgað starfsævina því að uppræta mafíur. Það hefur þýtt að hann hefur þurft að njóta lögregluverndar í rúma þrjá áratugi og færa ýmsar fórnir - svo sem í sínu persónulega lífi, hann hefur til dæmis ekki farið út að borða eða í bíó allan þann tíma. Við skoðum Ndrangheta mafíusamtökin og eitt umfangsmesta mál í réttarsögu Ítalíu í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.