Muqtada al-Sadr sigurvegar Írakskosninga og keisarakrísan í Japan

Hádegið - A podcast by RÚV

Categorie:

Við byrjum Hádegið í dag í Mið-Austurlöndum með Gunnari Hrafni Jónssyni, blaðamanni og sérfræðingi um málefni Mið-Austurlanda. Undanfarnar vikur höfum við rætt um stöðuna í Afganistan eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik, en í dag bregðum við okkur til nágrannaríkisins Írak. Hinn alræmdi Muqtada al-Sadr er sigurvegari nýafstaðinna þingkosninga, og nágrannaríkið Íran er ekki par sátt við það. Mako Japansprinsessa og unnusti hennar - alþýðumaðurinn Kei Komuro - hafa loks sett dagsetningu á stóra daginn - og - komi ekki upp önnur og ný vandkvæði - verður blásið til brúðkaups tuttugasta og sjötta október. En það hefur kostað hjúin blóð svita og tár að komast á þennan stað. Hver er baksagan? Af hverju vill keisarafjölskyldan ekki að ástin nái fram að ganga í tilfelli Mako Japansprinsessu? Hvað hefur það kostað parið að komast á þennan stað og bætist eitthvað á? Við ræðum við Kristínu Ingvarsdóttur, lektor í japönskum fræðum við Háskóla Íslands um japönsku keisarafjölskylduna og krísurnar í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.