Fyrsti apríl og heimsmeistaramót karla í Katar

Hádegið - A podcast by RÚV

Categorie:

Í dag er fyrsti apríl og eflaust einhverjir þegar búnir að láta gabba sig til að hlaupa í dag. Þau sem eru með fulltrúa yngri kynslóðarinnar hafa líklegast ítrekað verið plötuð í morgun en svo er auðvitað löng hefð er fyrir því að fjölmiðlar, fyrirtæki og stofnanir taki þátt í gríninu - birti auglýsingar, tíst eða fréttir sem jafnvel besta fólk endar á að falla fyrir. En hvernig byrjaði þetta allt saman? Af hverju er bannað að ljúga á öllum dögum ársins nema 1. apríl? Er langt síðan fjölmiðlar fóru að taka þátt í gríninu og höfum við alltaf talað um að hlaupa apríl? Atli Fannar Bjarkarson fer yfir málið í örskýringu dagsins. Dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta síðar í dag, sem fer fram í Katar í desember. Enn eru þó þrjú laus sæti eftir á mótinu, og það kemur ekki í ljós fyrr en í júní hvaða lið hreppa þau sæti. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Leikið verður í átta fjögurra liða riðlum. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður lítur við í síðari hluta þáttarins, og við spáum saman í spilin fyrir HM í fótbolta. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.