Algóryðmar, samfélagsmiðlar og morðmálið á Grænlandi

Hádegið - A podcast by RÚV

Categorie:

Algoritmar eða reiknirit eins og það er kallað á góðri íslensku, vinna úr öllum þem gögnum sem við skiljum eftir okkur á netinu. Allt sem við gerum í tækjunum okkar er geymt og notað til þess að veita okkur eins góða þjónustu og hægt er eða til þess að láta okkur eyða eins miklum tíma og peningum og hægt er í allskonar hluti og miðla, það fer eftir því hvernig þú lítur á það. Hver kannast ekki við að hafa leitað eftir ódýrum kattamat á Google og skyndilega snúast allar auglýsingar sem birtast á samfélagsmiðlunum þínum um ketti. hún Kristjana Björk Barðdal, tölvunarfræðingur og sérlegur sérfræðingur Hádegisins um nýjustu tækni og vísindi ræðir við okkur um algóryðma og samfélagsmiðla. Lögreglu á Grænlandi hefur, með aðstoð dönsku lögreglunnar, tekist að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á sopbrennslustöð í bænum Ilulissat í byrjun mánaðar. Lögregluyfirvöld segja fullvíst að hinn látni - tuttugu og fjögurra ára gamall heimamaður, hafi verið myrtur. Tveir eru grunaðir um ódæðisverkið, maður og kona, sem bæði voru látin sæta gæsluvarðhaldi. Konunni hefur verði sleppt úr haldi en maðurinn verður í haldi fram í nóvember. Við skoðum málið nánar í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.