Þórarinn Hugleikur Dagsson Eldjárn Hafstað
Grínland - A podcast by RÚV
Categorie:
Grínland 21. maí 2019 Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: Þórarinn Hugleikur Dagsson Eldjárn Hafstað Gestur þáttarins er þekktur fyrir stundum djúpan húmor, stundum grófan húmor en oftast góðan húmor. Hugleikur sló fyrst í gegn sem kvikmyndanörd í útvarpsþætti Tvíhöfða seint á síðustu öld. Allir þekkja myndasögur Hugleiks og í dag er hann einn þekktasti íslenski uppistandarinn í útlöndum og er nýlega kominn heim eftir vel heppnaða keppnisferð til rúmlega 15 borga eins og fram kemur í spjalli okkar í þessum þætti. Hann var framan af ekki sá félagslyndasti og sinnti sínum áhugamálum meira einn með sjálfum sér. Frábært spjall við skemmtilegan mann sem gefur mikið af sér í þessum þætti.