Riddaraliðsstúlkan - fyrri hluti
Frjálsar hendur - A podcast by RÚV - Lunedì

Categorie:
Nadezhda Durova var rússnesk stúlka, fædd á ofanverðri 18. öld. Hún átti sér mjög litríka ævi, enda gekk hún í rússneska herinn um tvítugt og þjónaði þar við góðan orðstír í riddaraliði. Hún gekk í karlmannsfötum þótt allir, og þar á meðal keisarinn sjálfur, vissu að hún væri kvenmaður. Hér verður lesið úr sjálfsævisögu hennar þar sem hún segir á bráðskemmtilegan hátt frá uppeldi sínu og vonum hennar um að slíta sig frá hefðbundnu hlutskipti kvenna.