Prestasögur 3

Frjálsar hendur - A podcast by RÚV - Lunedì

Categorie:

Í þessum þætti er gluggað í Prestasögur Oscars Clausen, líkt og í tveim þáttum fyrr á árinu. Fyrst segir frá séra Einari „prestlausa“ í Grímstungu í Húnavatnssýslu á 18. öld en hann var sagður „hrekkjamaður og illmenni“. Þá segir af hinum bláfátæka séra Jóni Mikaelssyni í Vesturhópshólum sem var dæmi um að síst væru allir prestar vel stæðir. Þá segir frá séra Þorbirni Einarssyni í Sauðlauksdal á 17. öld, „harðleiknum ístrubelg“. Síðast segir frá „Galdra-Manga“, séra Magnúsi Einarssyni á Árnesi á Ströndum.