Kravténko og hreinsanir 4

Frjálsar hendur - A podcast by RÚV - Lunedì

Categorie:

Enn herðir einræðisherrann Jósef Stalín tökin á samfélagi kommúnista í Úkraínu. Fylgst er með öllum og njósnað um alla en á sama tíma er rekinn gífurlegur áróður meðal verkamanna um að þeir skuli fórna öllu í þágu hinnar nýju iðnbyltingar Sovétríkjanna. Óánægja eykst þegar svonefndir “Stakhanovar” fá meira kaup en aðrir í sæluríki öreiganna. Viktor Kravténko þarf að gæta sín æ betur að ekki komist upp að gremja hans vegna stjórnarfarsins færist í aukana.