Risarnir tveir slást og annar þeirra stendur uppi sem meistari

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Einn stærsti leikur síðari ára í íslenska fótboltanum fer fram á laugardaginn þegar Valur tekur á móti Breiðabliki. Risarnir tveir í kvennaboltanum eigast þarna við í einum leik sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari. Breiðablik er með einu stigi meira fyrir leikinn. Það er óhætt að gera kröfu á áhorfendamet en leikurinn fer fram á Hlíðarenda á laugardaginn klukkan 16:15. Fótboltaþjálfararnir Magnús Haukur Harðarson og Óskar Smári Haraldsson mættu í heimsókn í dag og fóru vel yfir leikinn sem er framundan.