Year of the Cat – Ofið teppi úr sjöunni
Fílalag - A podcast by Fílalag - Venerdì
Categorie:
Al Stewart – Year of the Cat Þá er komið að einu hnausþykku. Hér er um að ræða twix rjómasúkkulaði þar sem karamellan mallar við kjörhitastig. Breskt þjóðlagakonfekt með óskiljanlegum en þýðum texta. Hér er allt gert rétt. Þetta er lag til að príla í. Að þessu sinni er fílunin hrein. Það er hvorki hægt að skilja né greina Ár kattarins til hins ítrasta. Það er aðeins hægt að skynja það, þreifa á því, fálma í átt að því. Kötturinn hefur alltaf vinninginn. Þú þarft að dýrka hann, dá hann, smjaðra fyrir honum, elta hann, hoppa í gegnum gjarðir fyrir hann. Og hann á allt skilið. Við erum stödd í ári kattarins. Sleikið loppur ykkar og djúpfílið þetta.