The Night They Drove Old Dixie Down – Sundlaugarbakki í Hollywood 1969
Fílalag - A podcast by Fílalag - Venerdì
Categorie:
Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að kneyfa hann fyrr. En nú verður það gert. The Band í öllu sínu veldi með eitt sitt stærsta lag: The Night They Drove Old Dixie Down frá 1969. The Band voru fyrrum túrband Dylans, en þar áður voru þeir sveittir truck-stop rokkarar en árið 1969 voru þeir fyrst og fremst sjóðheitir tónlistarmenn – umfram allt voru þeir samt alltaf loðnir og langfreðnir. Lagið fjallar um stærstu viðburði amerískrar sögu, fall sambandsríkisins við lok Þrælasríðsins. Þetta er epískt, þetta er gott. Þetta er ekki rafretta. Þetta er ekki æfing. Þetta er Richmond Virginia tóbak bleytt með sveppaolíu. Varið ykkur.